< velkomin í mína veröld: nóvember 2005

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

box kvöld og helgin

Hæ hér er smá uppgjör frá helgini aðalpungturinn var boxkvöld yehh en helginn hófst á að lita tvíbura systur minnar það var æði ég hef svo gaman af því ,en box I love heheeh bara djók en það var rosalega gaman ég og gunsa systir vorum í afgreiðslunni en hlupum inn þegar allt byrjaði það voru bardagar í unglinga flokki stráka og stelpna og aðeins eldri . einn var með roslega flott tatto og það fór ekki fram hjá neinum einn var rotaður hann bara hrundi úffff og einn fékk roslega miklar blóðnasir en allir gengu út heilir enginn meiddist alvarlega sem betur fer. Annars er voða lítið að frétta eins og vanalega var ég frekar róleg um helgina ég er reyndar öruglega eini íslendingurinn sem er búinn að kaupa allar jolagjafirnar og jólaföt hehee ég ætla að sleppa við allt jóla stess í ár úff það er gott hata kringluna rétt fyrir jól er reyndar búinn í staðinn að koma mér í aukavinnu fyrir jólinn ég veit ekki hvernig ég fer að þessu jæja ok ég er vinnu alki heheh það er nú skára en hitt en hvað nú um það,'Eg er reyndar farinn að hlakka mikið til jólana en verð samt að vinna þau nánast öll en það er í lagi jæja ég ætla að hætta þessu bulli í mér og hveð í bili over and oute.

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

svíþjóðarferð hehehe

hæ jæja ég er komin heim úr rosalegri Svíþjóðar ferð það var rosalega gaman fyrir utan þynnku hehehe en hér á myndini er allur hópurinn í Kampavínsherberginu já við byjuðum ferðina á Kampavíni svo þetta kvöld fórum við á veitingastað sem heitir Lux og er michelin staður og þar var tíu rétta máltíð með hvítvíni og rauðu það var rosalega gott og gaman að sjá svona stað í öðru landi ,Svo fórum við á tvo skemmti staði og á öðrum skemmti staðum átti að borga inn heheheh nei ekki fyrir jóhönnu heheheh ég fór að tala við dyravörðin og kom okkur 8 inn á 100sek í stað fyrir 800sek hehehe ég kann þetta en og ég talaði við hann á minni stórgóðu sænsku og ekkert að fólkinu sem ég var með skildi orð og stóð bara með galopinn augun og spurði hvað sagðir þú við hann heheh ég sagði bara að við værum frá íslandi og værum að vinna á hóteli og það væri nú gott orð fyrir þá að við kæmust inn og svo myndum við öruglega tala um staðinn þegar við kæmum heim jæja þá er ég búinn að standa við mitt með að tala um hann hér hehe en staðuinn heitir Oliver og geðveikt flottur. Hér erum við í þynnku ferð á leið inn í gammla bæinn maneskjan með hvíta veskið er Alba og svo er það Elías,þessi dagur var erfiður út af þreytan var farinn að segja til sín þar sem við fórum út snemma morguns eftir vinnu svo jóhanna fékk ekki að sofa það var beynt heim í sturtu og út á flug völl gat ekki sofið í fluginu inn á hótel beint út að skoða og beint út að borða og svo djamma úfffffff ég endaði með að stein drepast og vakna seint fár veik daginn eftir en ég henti því af mér stökk fram úr í sturtu og álkaðist niðrí bæ varð að fara í Hm að versla en fyrst fórum við á gamla bæinn og skoða það var rosalega flott og svo komst ég í Hm jeyyyyyy en af því að ég var að ég var svo þunn að þá nennti ég ekki að máta svo að ég var heppin að allt passaði svo verslað í smá jólagjafir heheh Þetta er skemmti staðurinn Oliver aka stokholm hehe þarna var eins og ég hélt allir með kampavínsflöskur á borðum og rosalegt snobb en það var bara fyndið sammt var reynt við mig af öllum þjóða flokkum hehehe það var svíi breti þjóðveji tyrki bandaríkjamaður aka svartur rappari að reyna að selja diskin sinn hehe en þetta var bara snilda kvöld . já hér er Jónas í Hvíta herberginu hehe eða Kampavínsherberginu að fíblast hehehe Og já kvöldið eftir fórum við á veitingastað sem heitir eins og þið sjáið Bon LLoc þar var það 6 rétta málltið með hvítt rautt port og ég og Ransý enduðum í Biancko hehe,rétturinn sem þið sjáið þarna er rifsbeja sorbe með sólbóma blöðum sem krydd það var rosalega gott.eftir það fórum við á skemmtistað á mánudagskvöldi sem er ætaður fyrir túrista og starfstéttina sem vinnur um helgar heh sem sagt þjóna og kokka hehe en hann var opinn til um 5 um nóttina hann var frekar rólegur og kaldur fyrst til að byrja með en þegar kl var að ganga 12 þá byjaði að streyma inn og þá stóðum við bara upp og fórum að dansa eins og sannir íslendingar hehe við bara drukkum meira þetta kvöld þar lentum við líka í bretum sem ætluðu að taka okkur bara með sér mig og Ransý hehe og við áttum að vera standandi í eldhúsi eða þannig skilgreyndu þeir það að kvennmen ættu að bara að standa í eldhúsi og elda og við flippuðum það var ekki fallegt en þeir báðu svo afsökunar og buðu okkur upp á glas hehehe og svo dönsuðum við meira með Hótelstjóranum okkar og fleyrum en vega hvað allir báðu mig fallega að ekki að setja myndirnar af djamminu hér inn ættla ég allanvega að bíða með það hehehe .Daginn eftir var vaknað snemma og arkað út skoða aðeins meira og heima að pakka upp á flugvöll og já seinkun það var erfitt svo reyndi maður að sofa á leið heim og beynt heim og rodaðist enda átti að mæta beynt í vinnu daginn eftir uff þetta var gamman en þetta kostaði þreytu þynku en góðar minningar hehehe over and out

mánudagur, nóvember 14, 2005

Bláa lónið umummmm

hæ hér erum við á leið í bláa lónið hér eru allir nema ég eins og vana lega lendi ég alltaf bakvið myndavélina humm afhveju stendur á því hehe jú jóhanna er með myndafælni hehe hér er allanvega tvær systur mína pabbi þeirra og litla frænka Hér er svo Tobban systir alveg 10 árum yngri eftir bláalónið eða henni allanvega leið þannig hehe hér er svo góð mynd af lóninu allt í gufu hehe Já uhum Jóhanna gerðist svo djörf að legja svoldið vitlaust eða ég vill meina að ég sá ekki skiltið en þessi rúta var ekki sátt við mig og lagði svo nálægt að ég varð að bakka út til að hleypa fólkinu inn hehe sá hlítur að hafa bölvað mér heheh svo er hér hópurinn á leið heim sem sagt við nutum okkur rosa vel í lóninu það var hleygið mikið ,jæja hef lítið að segja í bili en bara vinna vinna og svo út til svíþjóð á sunnudaginn jibby læt heyra í mér fljótlega okey bæ

mánudagur, nóvember 07, 2005

Kítli kítl thíthíhíhí

jæja ég var kítluð af henni Gullu minni og hér kemur eitthvað um mig hummm. Hér koma 7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey 1, ég ætla að fara í siglingu um karbískahafið 2, ég ætla nú að eignast eitthvað af börnum 3,flytja til svíðþjóðar;) 4,kaupa mér hús einhver staða í heiminum 5,eingast hesta aftur og rækta 6,og svo líklegast að gifta mig einhvertíman í framtíðini og 7 hlutir sem ég get gert 1, ég er vinur vina minna 2, ég get farið í ræktina 3,verið hamingju söm 4, hjálpað þeim sem minna meiga sín 5, ég get lært allt sem hugurinn girnist 6,ég er góð við alla sem þurfa þess og eiga það skilið 7,ég get hlupið út í kaldan sjó og 7 hlutir sem ég get ekki gert 1,ég get ekki klappað tígristírum 2,ég get ekki skrópað í vinnuna 3,ég get ekki unnið allan sólahringinn 4,ég get ekki farið flikk flakk 5, ég get ekki sleppt að fara í kirkjugarðana á aðfanga dag 6,ég get ekki gert af því að ég er lesblind nema að vinna úr henni 7,ég get ekki sleppt afmæli mömmu minnar af því að hún mindi aldey gleyma því svo er það 7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið 1,heiðarleiki 2,brosið 3,augun 4,persónuleiki 5,góður húmor 6,og að sjálfsögðu fyrsti kossinn 7 frægir sem heilla mig 1,vin diesel 2,keanu reeves 3,viggo mortensen 4,orlando bloom 5,heth ledger 6,josh hartnett 7,omar epps 7 setnigar _orð sem ég nota mikið 1,oh my god 2,skiluru sko hehe 3,eeskan 4,oky dokí bæ 5,nei glætan er það 6,allt í lagi þá 7,barabara disss 7 hlutir sem ég sé akurat núna hummmmmmm 1, kerta ljós af vanillu kertinu mínu 2,sjónvarp og dvd 3,hillusamstæðu 4,spari baukin minn hehe 5,stóra lampan minn hann fer ekki fram hjá neinum 6,bleiku vængina sem rósa setti á mig á afmælinu mínu í sumar 7,og lukkutröllið mitt sem er í hermanna fötum hehe og ég ætla að kítla hana guðrúnu systis,Rósu ,Birnu sem er líka í danmörku hehe,Stínu og bumbu búa híhí,einar lee,og hana oddný hveð í bili .

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

hæbb ég aftur hehe

hæ það sem er að frétta þennan daginn er það í dag vaknaði ég talaði við systur mína í svíþjóð í góðan tíma kominn smá spennigur hjá henni styttist að hún komi heim í nokkra daga fór svo til heimsókn til gunsu systur og kíkti aðeins á tölvuna hennar var eitthvað orðinn skrítinn hjá henni en vó hehe æi greyið það var komið svo mikið að vírus að ég reyndi að gera mitt besta að hreynsa hana en það verður bara að koma í ljós hvort það tókst almenilega annars kíki ég öruglega á hana á sunudaginn og reyni að kíkja betur á hana þá svo fór ég í skólan í kvöld það var stuð geyngur rosalega vel,allanvega hafa seinustu verkefni reynst vel þar sem í vinnuni hafa verið svo mikið af svíjum vegna ráðstefna og hafa verið að spyrja um ísland og ég ný búinn að skila verkefni um 'Island vá heppni en eina sem var sagt eftir á var vá þú veist mikið um ísland ,en það er bara fínt,og jú það var líka spurt hvað ég sé búinn að búa lengi í svíþjóð og sagt bara haaaaa þegar ég sagði að ég hef aldrey búið þar bara kíkt í heimsókn.Já svo er ég á leið til Svíþjóðar 20 nóv með vinnuni flug og hotel borgað jibby það verður meira djammið og sko veslað bæði föt og jólagjafir og skoða sig um hef ekki komið til Stokholm síðan ég var 6 ára gömmul man semsagt ekki mikið eftir hvernig hún lítur út,og já lofa að taka myndir og henda hér inn ,en ég hef lítið annað að segja í bili en endilega að commenta ef verið að skoða annaras skrifa fljótt aftur heydå och god natta

DDING=0 BORDER=0>